Okkar reynsla, þinn ávinningur

Litsýn ehf. var stofnað árið 1983. Fyrstu 22 árin var fyrirtækið staðsett í Borgartúni 29, en flutti í nýtt húsnæði í Síðumúla 35, í febrúar 2005.

Litsýn var frá upphafi þjónustu-fyrirtæki sem sérhæfði sig í viðgerðum á sjónvarpstækjum og myndbandstækjum ásamt uppsetningum á loftnetskerfum stórum sem smáum.

Þann 1.janúar 2019 færði fyrirtækið sig úr Síðumúla og yfir í að vera eingöngu með starfsemi áfram í tengslum við sértækar viðgerðir og þjónustu við rafbílaeigendur á netinu.

Seljandasamningur Litsýns

 

Vara verður keyrð frítt heim um allt höfuðborgarsvæðið innan tveggja daga frá kaupdegi milli klukkan 17 – 19, eða eftir samkomulagi, af Litsýn. Utan höfuðborgarsvæðis þarf að sækja vöru á pósthús og  greiða fyrir eftir gjaldskrá Póstsins.

Uppgefið verð (hjá mynd af vöru) er endanlegt verð neytenda.

30 daga skilafrestur af öllum vörum svo framalega að vara sé í umbúðum, í lagi og ekki sjáist á vöru. Við endurgreiðum vöru ef henni er skilað innan 30 daga en kaupandi greiðir (eða sér um) fluttning.

Ábyrgð er 2 ár frá kaupdegi og tekur ábyrgð til verksmiðju- og eða framleiðslugalla.

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Varnarþing Litsýnar er í Reykjavík.

Litsýn ehf. -  litsyn@simnet.is  -  562 7474  -  Gerðamrar 8, 113 Reykjavík  -  VSK: 27434  -  Kt: 7112901099

  • Facebook
This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now